Til baka

Þjóðhátíðardagurinn (17. júní)

Þjóðhátíðardagurinn (17. júní)

Mikið er um dýrðir í bænum og hefst hátíðardagskráin í Lystigarðinum.
17. júní hátíðarhöldin á Akureyri hefjast með því að blómabíllinn keyrir um hverfi dagsins frá kl. 11 árdegis.

Kl. 12.45 leggur skrúðganga Skátafélagsins Klakks og Lúðrasveitar Akureyrar af stað frá Gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti og heldur suður í Lystigarð þar sem formleg hátíðarhöld hefjast skömmu eftir klukkan eitt.
Í Lystigarðinum verður fánahylling og lúðrasveitin leikur Rís þú Íslands unga merki. Að því búnu flytur séra Svavar Alfreð Jónsson bænargjörð og blessun, félagar úr Kammerkór Norðurlands syngja þjóðsönginn og fjallkonan ávarpar gesti garðsins en hún er að þessu sinni Hildur Lilja Jónsdóttir nýstúdent frá MA. Að loknu ávarpi bæjarstjórans, Ásthildar Sturludóttur, verður haldið niður á Eyrarlandsveg þar sem lögregla, lúðrasveit og skátar stilla sér upp í skrúðgöngu sem fer síðan niður Spítalaveg og suður Aðalstræti að Minjasafninu.

Fjölskylduskemmtun verður haldin við Minjasafnið frá kl. 14-16. Þar verður skátatívolí, hoppukastalar, andlitsmálun og kassaklifur. Dansstúdíó Alice sýnir dansatriði og boðið verður upp á tónlistarflutning með Magna Ásgeirssyni, Röggu Rix og 17. júní bandinu. Skátar verða með sölutjald við Aðalstrætið og ókeypis verður á öll söfnin í Innbænum.

Frá kl. 20.30-23.30 verða ýmsar tónlistaruppákomur í miðbænum í samstarfi við veitingahús og bari. Þar stíga meðal annars á stokk Birkir Blær, Kristján Edelstein og félagar, Rúnar Eff, rapparinn ST. PETE, Ágúst Brynjars, Jon Faerber og Hristo. Sölutjöld frá skátum verða á Ráðhústorgi og þar verður einnig 17. júní bandið frá kl. 22.45 sem tekur á móti nýstúdentum á torginu með leik og söng klukkan rúmlega ellefu. Stúdentarnir stíga sinn dans við undirleik bandsins og syngja klassíska MA-sönga eins og vera ber.
 
Tímasetningar (2022): uppfærð dagskrá verður birt þegar nær dregur.
kl. 11.00 - 12.00 Blómabíll keyrir um hverfi bæjarins
kl. 12.45 - 13.00 Skrúðganga frá Gamla húsmæðraskólanum í Lystigarðinn
kl. 13.00 - 14.00 Hátíðardagskrá í Lystigarðinum sem lýkur með skrúðgöngu að Minjasafninu á Akureyri
kl. 14.00 - 16.00 Fjölskylduskemmtun við Minjasafnið á Akueyri
kl. 20.30 Birkir Blær - Kaffi ilmur
kl. 20.30 Stefán Haukur Trúbador - Múlaberg
kl. 21.00 Rúnar Eff - Centrum
kl. 22.00 ST. PETE (Pétur Már Guðmundsson) - Backpackers
kl. 22.00 Kristján Edelstein og félagar - R5
kl. 22.30 Rúnar Eff - Götubarinn
kl. 22.30 Ágúst Brynjars, Jon Faerber og Hristo - Vamos
kl. 22.45 - 23.30 17. júní bandið spilar fyrir nýstúdenta við Ráðhústorg sem mæta um kl. 23.00

*Skáta-sjoppan við Ráðhústorg er opin frá kl. 20.00 - 23.00
 
*Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Hvenær
laugardagur, júní 17
Klukkan
11:00-23:00
Hvar
Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri