Til baka

Páskar 2022

Páskar 2022

Páskar á Akureyri er ógleymanleg upplifun, fjölmargt í boði og hér má finna hugmyndir.

Páskar á Akureyri er ógleymanleg upplifun. Hér fyrir neðan má skoða það helsta sem í boði er yfir hátíðarnar. Páskar 2022 verða dagana 14. apríl (skírdagur) til 18.apríl (annar páskadagur).

Til að gera heimsóknina sem ánægjulegasta gildir að skipuleggja sig vel, bóka fyrirfram á veitingastaði og í þá afþreyingu / menningu þar sem það er hægt. Einnig bjóða margir veitingastaðir upp á "Taktu með / Take-away".
Tækifæri til útivistar eru fjölmörg, það eru fjölmargar áhugaverðar gönguleiðir á Akureyri og nágrenni sem skoða má hér. Það er tilvalið að skella sér í folf í fríinu og nokkrir vellir í boði sjá nánar hér. Í Kjarnaskógi eru frábærir leikvellir og skemmtilegar gönguleiðir sem hægt er að skoða hér og í Hlíðarfjalli er gönguskíðasvæðið opið og bendum við fólki á að skoða veður og kaupa miða hér. Fjallaskíðun opnar einnig fjölda tækifæra í fjöllum og dölum umhverfis bæinn sjá hér.

Verið velkomin!

PÁSKADAGSKRÁIN 2022 er ekki tilbúin en hér má sjá dagskránna 2021 sem viðmið.

Hvenær
14. - 18. apríl
Klukkan
Hvar
Akureyri