Til baka

Aðventuævintýri á Akureyri

Aðventuævintýri á Akureyri

Aðventuævintýri á Akureyri hefst á laugardegi fyrstu aðventuhelgina fyrir jól með því að ljósin eru tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi en tréð er gjöf frá Randers vinabæ Akureyrar í Danmörku. Aðventuævintýri á Akureyri stendur fram að jólum og rekur hver viðburðurinn annan: Ýmiskonar aðventu- og útgáfutónleikar, bókaupplestur, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.

Hvenær
21. nóvember - 23. desember
Klukkan
Hvar
Akureyri
Nánari upplýsingar

Sjá nánar hér