Til baka

Menning & söfn

Amtsbókasafnið á Akureyri

Amtsbókasafnið er eitt stærsta almenningsbókasafn landsins.
Saga
Söfn

Davíðshús

Erfingjar Davíðs Stefánssonar skálds ánöfnuðu Akureyrarbæ bókasafni og innanstokksmunum hússins.
Saga

Deiglan - Gilfélagið

Í Deiglunni sem staðsett er í Listagilinu er aðsetur Gilfélagsins sem stofnað var árið 1990. Félagið hefur einnig umsjón með gestavinnustofu Gilfélagsins sem staðsett er efst í Listagilinu.
Myndlist

Flugsafn Íslands

Á Flugsafni Íslands er yfir 100 ára sögu flugs á Íslandi miðlað til gesta á lifandi hátt.
Saga
Söfn
Tækni

Græni hatturinn

Græni hatturinn er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins enda boðið upp á fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá allt árið um kring.
Tónlist

Gudmanns Minde - Gamli spítali

Gudmanns Minde eða Gamli spítali var reistur árið 1835 af Baldvini Hinrikssyni Scagfjord járnsmið. Í húsinu er nú rekin starfsemi Aflsins, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Saga

Héraðsskjalasafnið

Hlutverk safnsins sem er undir þaki Amtsbókasafnsins, er söfnun og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda héraðssögunnar, til notkunar fyrir stjórnsýslu, stofnanir og einstaklinga.
Saga
Söfn

Holt - hús Öldu Halldórsdóttir (Hrísey)

Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni.
Saga

Hús Hákarla-Jörundar (Hrísey)

Elsta hús Hríseyjar með sýningum um sögu eyjarinnar, íbúa og hákarlaveiðum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi.
Saga
Söfn

Hælið

Setur um sögu berklanna. Það er áhrifaríkt að heyra um missi, sorg og örvæntingu þeirra sem glímdu við sjúkdóminn en ekki síður um bjartsýni, æðruleysi og lífsþorsta þeirra.
Saga
Söfn

Iðnaðarsafnið á Akureyri

Iðnaðarsafnið er safn atvinnulífs seinni alda á Akureyri.
Saga
Söfn
Tækni

Kaktus

Kaktus er samfélag ungra listamanna á Akureyri.
Myndlist

Kórastarf á Akureyri

Kórastarf á Akureyri á sér langa forsögu og er með miklum blóma. Bæjarbúar eru duglegir við að syngja saman, jafnt ungir sem aldnir undir faglegri stjórn. Hér að neðan má sjá lista yfir starfandi kóra á Akureyri.
Tónlist

Leikfangasafnið Friðbjarnarhúsi

Í Friðbjarnarhúsi er sýning á leikföngum frá síðustu öld. Á efri hæð hússins er fundarsalur Góðtemplarareglunnar sem gaf Akureyrarbæ húsið en Góðtemplararegla Íslands var stofnuð í húsinu, sem er kennt við Friðbjörn Steinsson. Leikfangasafnið var stofnað af Guðbjörgu Ringsted.
Saga
Söfn

Leikfélag Akureyrar

Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins. LA sem nú er leiklistarsvið Menningarfélags Akureyrar hefur sitt aðal aðsetur í fallegu húsi sem stendur nærri hjarta Akureyrar , Samkomuhúsinu. Leiklistarsvið MAk mun einnig sviðssetja verkefni sín á sviðum Hofs. Hamraborg og Hömrum. Verkefnaskrá LA hefur í gegnum tíðina verið fjölbreytt, klassísk íslensk og erlend verk, ný íslensk og erlend verk, barnaleikrit og söngleikir.
Sviðslistir

Listagilið

Miðpunktur listalífsins á Akureyri er í Kaupvangsstræti, nánar tiltekið í Grófargili sem í daglegu tali er nefnt Listagil.
Söfn
Myndlist

Listasafnið á Akureyri

Safnið leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðarfullar sýningar til að efla menningarlíf bæjarins, auka við þekkingu, áhuga og efla skilning á sjónlistum.
Söfn
Myndlist

Menningarfélag Akureyrar

Menningarfélag Akureyrar er sjálfseignarstofnun sem samanstendur af þremur menningarstofnunum á Akureyri; Leikfélagi Akureyrar, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélaginu Hofi.
Tónlist
Sviðslistir

Menningarhúsið Hof

Fyrirmyndaraðstaða fyrir fjölbreytilega viðburði á sviði tónlistar, leiklistar, danslistar og ráðstefnuhalds.
Tónlist
Sviðslistir
Myndlist

Minjasafnið á Akureyri

Markmiðið er að safna, varðveita og rannsaka menningarsögulegar minjar, einkum þær sem eru lýsandi fyrir daglegt líf og atvinnuvegi í Eyjafirði.
Saga
Söfn

Mjólkurbúðin - Myndlistarfélagið

Tilgangur og markmið Myndlistarfélagsins er að efla samtök myndlistarmanna, vera málsvari og gæta hagsmuna þeirra.
Myndlist

Mótorhjólasafn Íslands

Saga mótorhjóla á Íslandi í yfir 100 ár. Mótorhjól, myndir og munir í glæsilegri 800 fermetra byggingu.
Saga
Söfn
Tækni

Nonnahús

Í safninu er að finna ýmsa muni sem tengdir eru Nonna, myndir og bækur hans á fjölmörgum tungumálum.
Saga
Söfn

Norðanbál - gestavinnustofa í Hrísey

Listahópurinn Norðanbál rekur gestavinnustofu í Gamla barnaskólanum í Hrísey.  Hann er innréttaður  með vinnustofu og þremur svefnherbergjum til útleigu fyrir listamenn hvaðanæva úr heiminum.
Myndlist

Sagan og fólkið

Akureyrar er fyrst getið árið 1562. Þá var kveðinn upp dómur á eyrinni yfir konu sem hafði sængað hjá karli án þess að hafa til þess giftingarvottorð. Það var svo 216 árum síðar, eða 1778, sem fyrsta íbúðarhúsið reis á Akureyri. Aðeins 8 árum seinna varð Akureyri kaupstaður í fyrra sinnið að undirlagi konungs sem vildi með því efla hag Íslands. Íbúar Akureyrar voru þá 12 talsins. Allt fór þetta meira og minna í vaskinn hjá kóngi, enginn vaxtarkippur hljóp í kaupstaðinn og 1836 missti bærinn kaupstaðarnafnbótina og endurheimti hana ekki aftur fyrr en 1862.
Saga

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands var stofnuð haustið 1993 og fyrstu tónleikarnir voru haldnir 24. október það ár undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar.
Tónlist

Skapandi Akureyri

Kort með skapandi stöðum á Akureyri og nágrenni.

Skilti bæjarins

Ýmsan fróðleik má finna á skiltum bæjarins og hafa fjölbreytt verkefni verið sett í gang í þeim tilgangi. Má þar helst nefna Söguvörðurnar og fræðsluskilti í útivistarsvæðum bæjarins.
Saga

Útilistaverk

Útilistaverk á Akureyri eru mörg og er hægt að fara í skemmtilega göngu um bæinn og skoða og fræðast um verkin.
Saga
Myndlist

Ævintýragarðurinn

Skúlptúragarður með fjölbreyttum ævintýra persónum. Opið á sumrin
Söfn
Myndlist

Íslandskortasafn Schulte

Íslandskortasafn Schulte inniheldur 174 landakort frá 1528-1847 þar sem dregin er upp mynd af Íslandi eða landið er hluti stærra korts af norðurslóðum.
Saga
Söfn
Tækni
Myndlist