Til baka

Vetrarfrí á Akureyri

Vetrarfrí á Akureyri eru ógleymanleg upplifun. Hvort sem þú vilt renna þér á skíðum í Hlíðarfjalli, skella þér í eina albestu sundlaug landsins eða gera vel við þig og þína í mat og drykk, þá er Akureyri rétti staðurinn. Upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu á Akureyri og nágrenni má finna hér og helstu viðburðir eru skráðir á viðburðadagatalið hér
Hér fyrir neðan eru almennar upplýsingar og alls kyns hugmyndir fyrir alla fjölskylduna í vetrarfríinu og einnig yfirlit yfir afgreiðslu og opnunartíma sem (skoða má hér) í bænum með fyrirvara um breytingar.

  • Hlíðarfjall. Tilvalið að skella sér á skíði með alla fjölskylduna. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi  óháð aldri eða áhugasviði. Nánari upplýsingar um opnunartíma, skíðaleigu og margt fleira má finna hér
    Í Kjarnaskógi má bregða sér á gönguskíði - sjá hér fyrir neðan. Auk þess sem fleiri skíðasvæði eru í nágrenni Akureyrar m.a. Skarðsdalur við Siglufjörð, Skíðasvæði Dalvíkur og ferðir á Kaldbak með snjótroðara.  
  • Gönguskíði - Nokkur gönguskíðasvæði eru í boði, skoða nánar hér: Hlíðarfjalli, Kjarnaskógur, Hamrar, Naustaborgir, Golfvöllurinn og stígurinn milli Akureyrar og Hrafnagils.
  • Fjallaskíði og utanbrautarskíðun er vinsæl útivist og hægt að velja um marga skemmtilega kosti á svæðinu (skoða hér).   
  • Kjarnaskógur. Skemmtilegar gönguleiðir um skóginn og nokkur leiksvæði.  Þar er líka sleðabrekka fyrir neðan Sólúrið sem gaman er að spreyta sig á.   Í Kjarnaskógi eru einnig troðnar gönguleiðir og brautir fyrir gönguskíðaiðkun. Bílastæði eru nokkur í skóginum og einnig 2 snyrtingar, einnig er hægt að leggja við tjaldsvæðið á Hömrum (skoða upplýsingar um svæðið hér)  
  • Hrísey. Tilvalið að taka ferjuna í Hrísey, njóta kyrrðarinnar, fara í gönguferð eða fjöruferð og skella sér í sund. Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu Ferðamálafélags Hríseyjar.  
  • Sund - skelltu þér í sund. Hér má sjá opnunartíma sundlauganna á Akureyri, Hrísey og Grímsey.  og hér á Skógarböðin, Hrafnagili, Þelamörk, Bjórböðin, Sjóböðin og Jarðböðin  
  • Skautar - Í Skautahöllinni er opið föstudaga til sunnudaga frá 13 til 16 og skautadiskó föstudagskvöld 19 til 21.  Hægt að leigja skauta eða koma með sína eigin. Hægt er að tryggja sér aðgang með því að bóka tíma fyrirfram með eða án skautaleigu á heimasíðu Skautahallarinnar á slóðinni www.skauta.is
  • Sleðabrekkur. Vinsæla sleðabrekku má finna í Lundahverfi, hin svokallaða Jólasveinabrekka sem er upplýst á sama tíma og götulýsingarnar í bænum.  Auðveldast er að koma að brekkunni með því að aka inn Brálund, brekkan er við enda götunnar á vinstri hönd.  Önnur vinsæl sleðabrekka er í Giljahverfi en best aðgengi er að henni frá Vættagili eða Valagili fyrir þá sem eru akandi en brekkan er staðsett við enda Vættagils. Brekkan er upplýst á sama tíma og götulýsingar í bænum. Þegar snjóalög leyfa er einnig stór sleðabrekka í Kjarnaskógi fyrir neðan Sólúrið.  
  • Í Hofi er alltaf listsýningar og hægt er að rölta um húsið milli kl. 8-18 virka daga og 12-16 á laugardögum. Í húsinu er hönnunarverslunin Kista og hægt að fara á viðburði á vegum Menningarfélagsins. Sjá yfirlit yfir viðburði hér  
  • Gönguleiðir - á Akureyri og næsta nágrenni má finna fjölda skemmtilegra gönguleiða (skoða nánar hér    
  • Folf (frisbígolf). Það er tilvalið að skella sér í folf í fríinu en bæði er hægt að fara hring á Hamarkotstúninu, Eiðsvelli, við Glerárskóla og á Hömrum (við tjaldsvæðið). Nánari upplýsingar má finna hér  
  • Braggaparkið. Innanhússaðstaða fyrir hjólabretti, hlaupahjól, línuskauta og BMX. Opið mán-fös frá 14:00-19:00 og 12:00-17:00 lau-sun. Skoða hér
  • Innanhússgolf. Í einni bestu aðstöðu innanhúss á landinu í kjallaranum í Íþróttahöllinni. Opnunartími er 09.00-22.00 virka daga (á föstudögum er opið til kl.19.00) og 10.00-17.00 um helgar. Verð er 1000 kr. fyrir fullorðna en frítt fyrir börn yngri en 18 ára. Sjá hér.   
  • Snjóþrúguganga. Dalir og fjöll í nágrenni bæjarins bjóða upp á spennandi ferðir á snjóþrúgum. Ef þú átt ekki snjóþrúgur er hægt að leigja þær og fara á vit ævintýranna sjá nánar hér.
  • Pílukast. Hægt er að fara í pílu í íþróttahúsinu við Laugargötu. Opið er fyrir almenning á mánudags- og miðvikudagskvöldum frá kl 19.30 – 22.00. Sjá nánar hér
  • Klifursalur.  Staðsett í gömlu verksmiðjunni á Hjalteyri, í 15-20 mín fjarlægð frá Akureyri. Stærsta innanhúss klifuraðstaða Norðurlands, þar sem fólk getur spreytt sig á grjótaglímu (bouldering). Hægt að legja klifurskó á staðnum. Nánari upplýsingar hér 600klifur.is 
  • Verslun. Helstu verslunarkjarnarnir (sjá hér) eru Miðbærinn á Akureyri, Glerártorg, Kaupangur, Sunnuhlíð og svo má finna fjölda annarra verslana hér og þar um bæinn. Ertu að leita að útivistarverslunum má finna þær flestar hér.
  • Áhugaverðir staðir: á Akureyri mælum við með að rölta um Innbæinn og skoða fallegu gömlu húsin og heimsækja söfnin. Alltaf er gaman að líta við í LystigarðinumAkureyrarkirkja er tákn bæjarins og tilvalið er að komast að því hversu margar tröppurnar fyrir neðan kirkjuna eru. Gönguleiðin á Strandstígnum meðfram strandlengjunni er vinsæl allt árið og tilvalið að líta við í Hofi, taka mynd við selfie-umferðastaurnum með hjartanu sem er þar rétt fyrir sunnan og ganga yfir Samkomubrúnna og fá sé þar hressingu þegar þessi leið er gengin. Í Listagilinu eru sýningar, verslanir og veitingastaðir og tilvalið að taka mynd af sér við hjartað sem er við upphaf verslunargötunnar í miðbænum, hægt er að snúa hjartanu þannig að bakgrunnurinn verði sá sem þú kýst.  
  • Viltu fara út úr bænum? Þá getum við mælt með að fara til Hríseyjar (20 mín akstur og ferja á 2 klst fresti, siglt í 15 mín), hring um Eyjafjarðarsveit með viðkomu m.a. í Jólagarðinum, hægt er að fara mislanga hringi og er sá stysti um 20 km. Síðan er hægt að heimsækja eftirtalda staði sem eru allir í nágrenni Akureyrar: Goðafoss 35 km (göng)/51 (Víkurskarð), Mývatn 83 km (göng)/99 km (Víkurskarð), Dettifoss 135 km, Ásbyrgi 138 km, Húsavík 75 km (göng)/91 km (Víkurskarð),  Dalvík 44 km, Ólafsfjörður 61 km, Siglufjörður 77 km, Hjalteyri 25 km eða Gásir 14 km   Á meðfylgjandi hlekk má finna leiðarlýsingar, kort ofl. fyrir þessa staði.
  • Hvalir, hundar, hestar og önnur dýr - Mikið er um hvali í Eyjafirðinum og er Whale Watching Akureyri með daglegar ferðir og eru ferðirnar yfirleitt um 3 klst. og farið frá bryggjunni fyrir neðan miðbæinn. Rétt fyrir utan bæinn er hægt að heimsækja huskyhunda, nokkrar hestaleigur eru á svæðinu og síðan má skreppa í húsdýragarðinn Daladýrð sem er í tæplega 20 mín fjarlægð frá Akureyri þar sem sjá má öll helstu húsdýrin eins og hesta, kindur, kýr, hund, geitur, grísi, ýmsar tegundir af hænum, kanínur og kisur.

Komdu í heimsókn á safn

  • Mótorhjólasafnið Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13-16. Aðgangseyrir 1500 kr., ókeypis fyrir 12 ára og yngri
  • Hælið, Kristnesi Lokað vetrarfríin 2023
  • Minjasafnið á Akureyri og Nonnahús Safnið er opið alla daga frá 13-16. Aðgangseyrir 2000 kr., ókeypis fyrir yngri en 18 ára.
  • Listasafnið á Akureyri Sýningarnar eru opnar alla daga kl 12-17. Leiðsögn um sýningar safnsins alla fimmtudaga kl. 12. Aðgangseyrir 1900 kr, ókeypis fyrir yngri en 18 ára.
  • Flugsafnið Opið (23-26.2 2023) þ.e. fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag 13.00 - 16.00. Ókeypis aðgangur fyrir börn yngri en 18 ára, 1500 kr. fyrir fullorðna og 1000 kr. fyrir lífeyrisþega og námsmenn.
  • Iðnaðarsafnið Safnið varðveitir blómlega iðnaðarsögu Akureyrar í formi véla, framleiðsluvöru, handverks, umbúða og ljósmynda svo eitthvað sé nefnt. Safnið er tímabundið lokað. Aðgangseyrir 2000 kr, ókeypis fyrir 17 ára og yngri.
  • Amtsbókasafnið á Akureyri  Á Amtsbókasafninu finna allir fjölskyldumeðlimir eitthvað við sitt hæfi: Bækur, rafbækur, borðspil, DVD myndir og sögustundir alla fimmtudaga kl. 16:30. Safnið er opið daglega frá kl. 08.15-19.00 og laugardaga 11.00-16.00

Alls kyns aðrar hugmyndir fyrir fjölskylduna í vetrarfríinu:

  • Upplýsingar um fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna má finna hér og kynnið ykkur viðburðadagatalið hér
  • Innbærinn í nýju ljósi. Tilvalið er að ganga um Innbæinn, undirbúa sig heima með því að skoða bæklinginn  „Frá torgi til fjöru“ til að kynnast sögu bæjarins. Þegar komið er inní Innbæ eru söguskilti sem gaman er að lesa á og skoða myndirnar til að setja söguna í enn betra samhengi. 
  • Þekkir þú Útlagana, Sólúrið, Tilveru og þrumguðinn Þór? Ef ekki þá er tilvalið að nálgast bæklinginn hér „Útilistaverk á Akureyri“ . Velja nokkur verk sem áhugavert væri að skoða og kynnast betur og einfaldlega ganga, hjóla eða keyra af stað. 
  • Lesið á ljósastaura. Hægt að fylgja járnbókunum sem festar eru á ljósastaura frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi í Innbænum eða öfugt. Hér getur öll fjölskyldan sameinast í lestri (kannski með vasaljósi) og endað á bókasafninu með góðar hugmyndir að skemmtilegu lestrarefni.