Til baka

Gönguleiðir

Akureyri - Hrafnagil

Þægileg gönguleið frá Akureyri að Hrafnagili, sem er aðgengileg allt árið um kring.
létt

Naustaborgir

Naustaborgir eru útivistarsvæði suðvestan við bæinn með góðum upplýstum stígum.
létt
Vetrargönguleiðir

Kjarnaskógur

Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa.
létt
Vetrargönguleiðir

Krossanesborgir

Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri.
létt
Vetrargönguleiðir

Fálkafell

Fálkafell er skáli í eigu skátafélagsins Klakks. Það tekur 30-40 mínútur að ganga þangað frá upphafspunkti gönguleiðarinnar sem er nokkuð brött á köflum. Frábært útsýni yfir bæinn og skemmtileg leið fyrir alla fjölskylduna.
miðlungs

Súlur

Súlur eru bæjarfjall Akureyrar, fjallstindar sem rísa yfir bænum í suðvestri.
kerfjandi

Glerárdalur

Glerárdalur er fólkvangur og liggur upp af Akureyri. Um dalinn rennur áin Glerá. Dalurinn hentar vel til útivistar og liggur um hann gönguleið inn að Lamba.
miðlungs

Skólavarða

Gönguleiðin að Skólavörðu í Vaðlaheiði er vinsæl meðal heimamanna.
miðlungs

Hraunsvatn

Það er vinsælt að ganga upp að Hraunsvatni frá bænum Hrauni sem er á að giska 30 km frá Akureyri. Hinn ægifagri Hraundrangi gnæfir yfir vatninu. Leiðin er nokkuð brött á kafla og rétt að ætla sér ríflega 2 kls. í gönguna báðar leiðir. Ef fólk vill ganga umhverfis Hraunsvatn þá tekur það um 2 klst. til viðbótar.
miðlungs